Upplýsingar vegna kórónaveiru COVID-19 ? Velferðarsvið sveitarfélaga
Málsnúmer202003037
MálsaðiliFélagsmálasvið
Tengiliður
Sent tilValur Rafn Halldórsson
SendandiValur Rafn Halldórsson
CC
Sent06.03.2020
Viðhengi
Flokkun og hættumat starfsstöðva COVID-19.pdfCOVID-19 - Tillaga að texta til að hengja upp í anddyrum íbúðakjarna.pdfUpplýsingar vegna kórónaveirunnar covid-19 - Velferðarsvið sveitarfélaga.pdfimage004.jpgimage002.png

Sent að beiðni Samhæfingarstöðvar almannavarna.

Eru móttakendur beðnir um að framsenda póstinn á viðeigandi aðila innan síns sveitarfélags og stofnana. Eftirfarandi bréf og upplýsingar er ætlað velferðarsviðum sveitarfélaga.

Kv. Valur Rafn

 

                                                              

Reykjavík, 6. mars 2020

Efni: Upplýsingar vegna kórónaveiru COVID-19 - Velferðarsvið sveitarfélaga 

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Huga þarf vel að viðkvæmum einstaklingum sem eru í þjónustu velferðarsviða sveitarfélaga, bæði sólarhringsþjónustu og í þjónustu á einkaheimilum. Mikilvægt er að sveitarfélög vinni samkvæmt sinni viðbragðsáætlun en meðfylgjandi eru nokkrir þættir sem horfa þarf til við framkvæmd hennar.

Órofin þjónusta á öllum almannavarnastigum

Forgangsraða þarf íbúðakjörnum og herbergjasambýlum fyrir fatlað fólk í starfsstöðvar A og B samkvæmt meðfylgjandi skilgreiningu. Starfsstöð A er sú þjónusta sem verður að haldast órofin á öllum almannavarnarstigum.

Starfsstöðvar A - skilgreining

Mikið fatlaðir einstaklingar og aðrir þjónustuþegar sem eru með alvarlega sjúkdóma og/eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Þeir eru viðkvæmir fyrir sýkingum og geta orðið lífshættulega veikir ef þeir smitast af COVID-19.

Forstöðumönnum og stjórnendum er bent á að fylgjast með almennum fyrirmælum og heimasíðu Landlæknis. Ef íbúar veikjast af COVID-19 er stefnt að því að viðkomandi fái alla þá þjónustu sem hann þarf heima hjá sér, s.s. heimahjúkrun og aðra þjónustu. Lagt er upp með að viðkomandi einstaklingur dvelji heima hjá sér eins lengi og kostur er. Farið verður í að tryggja læknisþjónustu heim til viðkomandi eins og þörf er á.

Starfsstöðvar B - skilgreining

Skilgreining: Aldraðir og aðrir einstaklingar sem eru ekki með sérstaka undirliggjandi sjúkdóma sem taldir eru auka hættu á alvarlegum veikindum en vegna almenns líkamlegs ástands taldir mögulega viðkvæmari en almenningur. Forstöðumenn sem stýra þessum einingum bera ábyrgð á að tilkynna til neyðarstjórnar ef íbúar/þjónustuþegar hafa undirliggjandi sjúkdóma eða heilsufarsleg vandamál sem gera þá viðkvæmari fyrir smiti.

Flokkun og hættumat

Búið er að flokka og hættumeta starfseiningar og er það í viðhengi með þessum pósti.

Heimsóknir gesta

Mikilvægt er að takmarka aðgengi heimsókna, í viðhengi er að finna almenn skilaboð sem þið getið prentað út og hengt upp í anddyrum íbúðakjarna, á vef landlæknis er að finna skimunarspurningar sem starfsfólk getur stuðst við þegar gestir koma í heimsókn.

Sveitarfélög eru hvött til að meta að loka starfseiningum sem hópar einstaklinga í viðkvæmri stöðu sækja á hverjum degi, í síðasta lagi þegar smit kemur upp í viðkomandi byggðarlagi. Á þetta m.a. við um félagsstarf aldraðra, vinnu- og virknimiðaða stoðþjónustu fyrir fatlað fólk, dagdvalir fyrir aldraða og skammtímadvalir fyrir fötluð börn. Jafnframt að starfsmenn þessara starfseininga sinni þessum einstaklingum í heimahúsum sé þess nokkur kostur.

Starfsfólk

Mikilvægt er að upplýsa starfsfólk um stöðu mála og eru allar upplýsingar að finna inn á vef Landlæknis. Það er mikilvægt að starfsfólk sé rólegt, sýni yfirvegun og reyni að draga úr ótta íbúa.

Á vef landlæknis er að finna leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem nýtast einnig starfsfólki íbúðakjarna og herbergjasambýla.

Grunnupplýsingar fyrir börn og ungmenni sem finna má sjá hér og má staðfæra og nýta í auðlesnum texta fyrir fatlað fólk.

Komi upp sú staða að grunur sé um smit og íbúi þurfi að fara í sóttkví má finna nauðsynlegar upplýsingar um hana hér. Nauðsynlegar upplýsingar frá landlækni varðandi einangrun er að finna hér.

Herbergjasambýli

Ef íbúi á herbergjasambýli þarf að fara í sóttkví þá gætu allir íbúar á viðkomandi heimili þurft að fara í sóttkví. Ef útsetningin var innan heimilis þá þurfa allir íbúar að fara í sóttkví en ef ekki þá getur verið rétt að athuga hvort íbúi geti farið til ættingja sem eru sjálfir í sóttkví til að draga úr hættu á smiti og mögnun á viðkvæmum stað.  Taki læknir ákvörðun um að íbúi þurfi að fara í einangrun þá hefur forstöðumaður herbergjasambýlisins samband við sinn næsta yfirmann. Allt heimilið fer í sóttkví við þessar aðstæður og getur þurft að láta viðkvæmustu einstaklinga fara annað í sóttkví til að draga úr mögnun á smithættu.

Íbúðakjarnar

Ef íbúi sem býr í íbúðakjarna þarf að fara í sóttkví þá  er hann í sinni íbúð. Taki læknir ákvörðun um að íbúi þurfi að fara í einangrun þá hefur forstöðumaður íbúðakjarnans  samband við sinn næsta yfirmann sem leiðbeinir um næstu skref. Mikilvægt er að starfsmenn hugi að hlífðarfatnaði.

Hlífðarfatnaður

Komi upp staðfest smit þarf starfsmaður að nota viðeigandi hlífðarfatnað, hér má sjá hver hann er. Meðfylgjandi er myndband sem sýnir hvernig á að klæða sig í og úr hlífðarfatnaði.

Nauðsynlegt er að ítreka mikilvægi handþvottar með sápu og notkunar á handspritti við alla starfsmenn.

Á vef embætti landlæknis er að finna ítarlegar upplýsingar  https://www.landlaeknir.is/.

 

Virðingarfyllst,

Samhæfingarstöð almannavarna

 

Meðfylgjandi eru tenglar á þau skjöl sem vísað er í hér að ofan:

Skimunarspurningar

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39198/Skimunarspurningar-fyrir-farthega-eda-sjuklinga-med-einkenni-ondunarfaerasykingar

Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna vegan COVID-19

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39200/Leidbeiningar-til-heilbrigdisstarfsmanna-vegna-COVID-19

Grunnupplýsingar fyrir börn og ungmenn

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Ef-COVID-19-koronaveiran-berst-til-Islands---upplysingar-fyrir-born-og-ungmenni?fbclid=IwAR2n9yjqfQPktmcQCJBFnplFeDhWSnuNDp3jXr_ZDLxhosuVyKs94TveyyY

 

Leiðbeiningar um sóttkví

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38990/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20almenning%20var%C3%B0andi%20s%C3%B3ttkv%C3%AD%20%C3%AD%20heimah%C3%BAsi%2027022020.pdf

Leiðbeiningar um eingangrun

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38989/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20almenning%20var%C3%B0andi%20einangrun%20%C3%AD%20heimah%C3%BAsi.pdf

Hlífðarbúnaður í farsótt

https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/sykingavarnir-innan-heilbrigdisthjonustu/hlifdarbunadur%20i%20farsott/

Myndband sem sýnir hvernig á að klæða sig í og úr hlíðfarfatnaði:

https://www.youtube.com/watch?v=zNVUPei2SVc&feature=youtu.be